25 jan. 2018
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál á fundi sínum í vikunni.
 
Úrskurðurinn tekur gildi á hádegi í dag.

Úrskurður nr. 39/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Mantas Mockevicius, leikmaður Stálúlfs, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Stálúlfs og ÍA b í 3. deild mfl. kk. sem leikinn var þann 18. janúar 2018.

Úrskurður nr. 40/2017-2018
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Helgi Bragason, þjálfari Þórs Akureyrar, sæta einum leik í bann vegna háttsemi í leik Fjölnis og Þórs í 1. deild mfl. kvk. sem leikinn var þann 21. janúar 2018. 
Úrskruður nr. 41/2017-2018
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Hákon Már Bjarnason, leikmaður Gnúpverja, sæta áminningu vegna háttsemi í leik Snæfells og Gnúpverja í 1. deild mfl. kk. sem leikinn var þann 21. janúar 2018.