9 feb. 2018Á morgun, laugardaginn 10. febrúar kl. 16:00 að íslenskum tíma, mætast Bosnía og Ísland í undankeppni EM kvenna í Sarajevo í Bosníu. Leikurinn er sá fyrri af tveim hjá okkar stelpum í þessum glugga, en þær munu á miðvikudaginn næstkomandi, 14. febrúar, leika gegn Svartfjallalandi í Podgorica.

Leikurinn gegn Bosníu verður sýndur beint á RÚV í sjónvarpinu og á netinu á ruv.is/ruv og hvetjum við körfuknattleiksaðdáendur til að fylgjast með leiknum og senda liðinu góða strauma.

Íslenska liðið er búið að vera við æfingar og undirbúning í Bosníu og eru stelpurnar tilbúnar í slaginn á morgun.

Áfram Ísland! 

#korfubolti