10 feb. 2018

Rúnar Birgir Gíslason. FIBA eftirlitsmaður, verður við störf í dag á leik Svíðþjóðar og Ítalíu sem fram fer í Boras í Svíðþjóð.
Um er að ræða undankeppni fyrir EuroBasket 2019 kvenna. Hefst leikurinn kl. 15:30 og hægt er að fylgjast með öllum leikjum keppninnar á heimasíðu FIBA: fiba.basketball/womenseurobasket/qualifiers/2019

Ísland spilar einnig í kvöld við Bosníu í Sarajevo og hefst sá leikur kl. 16:00 að íslenskum tíma.