21 feb. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.

Úrskurður nr. 44/2017-2018.
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Viðar Örn Hafsteinsson, leikmaður Hattar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur og Hattar í Mfl. karla, sem leikinn var 12. febrúar 2018.

Úrskurður nr. 45/2017-2018.
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sæmundur Þór Guðveigsson, leikmaður drengjaflokks hjá Þór Þorlákshöfn, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar og Ármanns í Íslandsmóti KKÍ, drengjaflokki, sem leikinn var þann 13. febrúar 2018.

Úrskurður nr. 46/2017-2018.
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hraunar Karl Guðmundsson, leikmaður Gnúpverja, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fsu og Gnúpverja í 1. deild meistaraflokks karla, sem leikinn var 19. febrúar 2018.

Úrskurðarnir taka gildi á hádegi á morgun fimmtudag.