8 mar. 2018
Skallagrímur tryggði sér á dögunum sigur í 1. deild karla og hefur þar með tryggt sér sæti í Domino's deild karla að ári meðal þeirra bestu. 
 
Liðið mun á morgun, föstudaginn 9. mars, leika sinn síðasta heimaleik á tímabilinu þegar þeir mæta Vestra í Borgarnesi, og fær liðið afhent í leikslok, verðlaun sín og bikar fyrir deildarmeistaratitilinn í ár. 
 
Framundan er svo úrslitakeppni 1. deildar karla þar sem liðin í sæti 2.-5. leika um hitt lausa sætið í deild þeirra bestu. Í undanúrslitum og úrslitum þarf að vinna þrjá leiki í hvorri viðureign fyrir sig. 
 
Ljóst er að Hamar mun mæta Snæfelli í úrslitakeppnninni og þá munu Vestri og Breiðablik mætast í hinni rimmunni, en í þeirri viðureign er ennþá óráðið hvort liðið fær heimaleikjaréttinn, en það ræðst einmitt á morgun eftir síðustu leikina í deildinni, endanleg röðun liðanna fyrir úrslitakeppnina.

KKÍ óskar Skallagrím til hamingju með titilinn.

#korfubolti