9 mar. 2018

Lið Hauka tryggði sér í gær deildarmeistaratitilinn í Domino's deild karla á leiktímabilinu í lokaleik sínum í gærkvöldi en deildarmeistaratitill Hauka er sá fyrsti í sögu félagsins hjá körlunum.

KKÍ óskar Haukum til hamingju með titilinn!

Úrslitakeppnin · 8-liða úrslit karla
Þá fór fram lokaumferð tímabilsins og endanleg röð liða réðst fyrir úrslitakeppnina sem framundan er. Úrslitakeppninn hefst 15. og 16. mars en eftir úrslit gærdagsins er verið að raða niður fyrstu leikjunum og leikjaplaninu í 8-liða úrslitunum.

Liðin sem mætast í úrslitakeppni Domino's deildar karla í ár: (sæti í deild í sviga)
Haukar (1) - Keflavík (8)
ÍR (2) - Stjarnan (7)
Tindastóll (3) - Grindavík (6)
KR (4) - Njarðvík (5

Körfuboltakvöld:
Í kvöld kl. 21:00 er Körfuboltakvöld á dagskránni á Stöð 2 Sport þar sem farið verður yfir lokaumferðina og úrslitakeppnina framundan.

#korfubolti