5 apr. 2018KKÍ stendur fyrir tölfræðinámskeiði sunnudaginn 15. apríl í Stjörnuheimilinu og Ásgarði í Garðabæ en námskeiðið hentar bæði vönum stötturum sem og nýjum aðilum sem hafa hug á að læra á forritið fyrir næsta tímabil.

Námskeiðið verður tvískipt og verður bæði farið yfir tölfræðiskilgreiningar/fræðilega hlutann sem og verklegahlutann í forritinu. Skilgreiningahluti námskeiðsins er endurtekið efni frá því í haust. Þeir sem hafa setið það námskeið, hvort sem er í fjarfundi eða á staðnum, ráða hvort þeir mæti.

Frá og með næsta tímabili mun uppfærsla eiga sér stað á FIBA Live Stats en núverandi útgáfa FLS 6 verður að FLS 7 og því er nauðsynlegt fyrir alla tölfræðiskrásetjara félaganna að kynna sér nýtt viðmót og læra tímanlega á það fyrir næsta tímabil. Sömu skilgreiningar verða og áður en viðmót forritsins hefur breyst og nauðsynlegt að kynna sér þær tímanlega.

Eins og áður segir er hægt að mæta fyrir og eftir hádegi í fræðilega og verklega hlutann eða bara í verklega hlutann eftir hádegi til að skoða og prufa FLS 7 útgáfuna.

Jón Svan Sverrisson er kennari námskeiðisins en hann er aðalleiðbeinandi KKÍ og vottaður FIBA Statictician.

Dagskrá námskeiðisins:

Fyrir hádegi:
10:00 - 12:15 Farið verður yfir tölfræðiskilgreiningar með myndböndum/sýnidæmum.
12:15 - 13:00 Matarhlé í boði Domino’s Pizza.

Eftir hádegi:
13:00 - 13:45 Kynning á FLS 7, helstu breytingar frá FLS 6 og vinnuflæði. 
14:00 - ??:?? Rölt yfir í Ásgarð og tekinn æfing á einum til tveimur leikjum sem verða í gangi á fjölliðamóti yngri liða. Notaðar verða VIP-stúkurnar í Ásgarði og reynslumiklir stattarar ganga á milli og aðstoða þátttakendur.

Skráning fer fram á netfanginu kki@kki.is og eru þátttakendur beðnir að taka fram nafn sitt, netfang og síma og ef þeir séu á vegum félags eða ófélagsbundnir 
og er námskeiðið er opið öllum sem vilja mæta þeim að kostnaðarlausu.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með sína eigin tölvur.

#korfubolti