6 apr. 2018Í tilefni af 25 ára afmæli körfuknattleiksdeildar Hamars í lok síðasta árs var leikur Hamars og Breiðabliks í úrslitakeppni 1. deild karla sérstakur afmælisleikur og heiðursgestir á leiknum voru Aldis Hafsteinsdótir, bæjarsstjóri og Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjónar Hveragerðis ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ.

Í hálfleik á leiknum flutti Hannes kveðju frá stjórn og starfsmönnum KKÍ ásamt því að veita heiðursmerki til tveggja einstaklinga.
Birgir S. Birgisson fékk afhent silfurmerki KKÍ fyrir hams framlag til körfuboltans og Lárus Ingi Friðfinnson fékk afhent gullmerki KKÍ fyrir hans mikla og óeigingjarna starf fyrir körfuboltann en Lárus hefur verið formaður körfuknattleiksdeildar Hamars ásamt því að hafa setið í stjórn og nefndum a vegum KKÍ.
KKÍ óskar Lárusi og Birgi innilega til hamingju með viðurkenningar sínar.

Á meðfylgjandi mynd eru Hannes, Lárus, Birgir og Eyþór.