13 apr. 2018

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir þrjú mál í vikunni.

Úrskurður nr. 58 2017/2018
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hin kærða, María Lind Sigurðardóttir, leikmaður Stjörunar í mfl., sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunar gegn Val í Íslandsmóti kvenna, úrvaldsdeild, sem leikinn var þann 24. mars 2018."

Úrskurður nr. 59 2017-2018
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Marius Venclovas, leikmaður Stálúlfs, sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Stálúlfs og Álftaness í úrslitakeppni 3. deildar karla sem leikinn var þann 8. apríl 2018.

Úrskurður nr. 60 2017-2018
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Karolis Venclovas, leikmaður Stálúlfs, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stálúlfs og Álftaness í úrslitakeppni 3. deildar karla sem leikinn var þann 8. apríl 2018.