16 apr. 2018Á laugardaginn tryggði KR sér sæti í lokaúrslitum Domino's deildar karla eftir sigurleik gegn Haukum og því ljóst að það verða Tindastóll og KR sem leika um íslandsmeistaratitilinn í ár. Sömu lið mættust einnig 2015 þar sem KR hafði betur en liðin mættust einnig í Maltbikar úrslitaleiknum í ár þar sem Tindastóll hafði sigur og því ljóst að framundan verður hörku barátta um titilinn í ár.

Úrslitarimman hefst á Sauðárkróki, þar sem Tindastóll á heimavallarréttinn í seríunni, og verður fyrsti leikurinn á föstudaginn kemur kl. 19:15. 

Sagan:
KR hefur 16. sinnum orðið íslandsmeistari (9. sinnum frá árinu 1984 þegar núverandi úrslitakeppni var tekinn upp) og hafa unnið titilinn síðustu fjögur ár. Tindastóll hefur einu sinni leiki til úrslita um titilinn eins og áður segir, árið 2015, en hafa ekki hampað titlinum.

-> Saga úrslitakeppni karla
-> Meistartitlar karla

Leikdagar í úrslitum karla verða sem hér segir:

Leikur 1 · 20. apríl kl. 19:15 · Tindastóll-KR
Leikur 2 · 22. apríl kl. 19:15 · KR-Tindastóll
Leikur 3 · 25. apríl kl. 19:15 · Tindastóll-KR
Leikur 4 · 28. apríl kl. 19:15 · KR-Tindastóll (ef þarf)
Leikur 5 ·    1. maí kl. 19:15 · Tindastóll-KR (ef þarf)

#korfubolti