16 apr. 2018Á föstudaginn réðust úrslit í undanúrslitum kvenna þegar Valur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna á þessu tímabili þar sem liðið mun mæta liði Hauka. 

Úrslitarimman hefst á heimavelli Hauka á fimmtudaginn kemur, 19. apríl en líkt og áður verður það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki krýnt íslandsmeistari Domino's deildar kvenna í ár.

Sagan:
Haukar eru að leika í 7. sinn í lokaúrslitum um íslandsmeistaratitilinn í efstu deild og hafa hampað honum þrisvar sinnum. Valur er að leika í þriðja sinn í úrslitakeppninni og í fyrsta sinn í sjálfum lokaúrslitunum.

-> Saga úrslitakeppni kvenna
-> Meistaratitlar kvenna

Leikdagar í úrslitum kvenna verða sem hér segir:

Leikur 1 · 19. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur
Leikur 2 · 21. apríl kl. 16:00 · Valur-Haukar
Leikur 3 · 24. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur
Leikur 4 · 26. apríl kl. 18:00 · Valur-Haukar  (ef þarf)
Leikur 5 · 30. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur  (ef þarf)

#korfubolti