1 jún. 2018

KKÍ mun standa fyrir Afreksbúðum í ár líkt og síðastliðin sumur. Afreksbúðirnar eru undanfari að U15 ára landsliði Íslands. Yfirþjálfari ásamt vel völdum gestaþjálfurum stjórna ýmsum tækniæfingum. 

Afreksbúðir í ár eru fyrir ungmenni að þessu sinni sem fædd eru árið 2004 og verða haldnar tvisvar í sumar. Það eru yfirþjálfararnir sem boða leikmenn til æfinga, en um 50-60 leikmenn fá boð úr þessum eina árgangi. Yfirþjálfarar Afreksbúða 2018 eru þeir Lárus Jónsson hjá drengjum og Kristjana Eir Jónsdóttir hjá stúlkum.

· Fyrri helgin verður 2.-3. júní í DHL höllinni í Vesturbæ.

Dagskrá og tímar æfinga:
Hér má nálgast upplýsingarnar um búðirnar en allir leikmenn hafa fengið boð sem eiga að mæta um helgina.

#korfubolti