28 jún. 2018

Norðurlandamótið 2018 hófst með hvelli í dag. Frábær tvíframlengdur leikur hjá U16 þar sem þeir höfðu sigur í mögnuðum leik. Hin þrjú liðin töpuðu sínum leikjum en strákarnir í U18 voru í hörkuleik og fengu tækifæri til að jafna með lokaskoti leiksin en ofaní vildi boltinn ekki.

Stelpunum gekk ekki of vel í dag en frumraun U16 stúlkna var gegn flottu finnsku liði. Eftir erfiða byrjun unnu þær sig inn í leikinn. En á seinni hluta leiksins reyndust Finnarnir sterkari og unnu góðan sigur.

Hjá U18 stúlkna var hörkuleikur í gangi stóran hluta leiksins. En eins og hjá U16 stúlkum þá voru þær finnskari sterkari þegar leið á leikinn og unnu of stóran sigur.

K. 13.30 U16 drengir á velli SUSI 1 97-95
Kl. 13.30 U16 stúlkur á velli SUSI 3 48-88
Kl. 13.45 U18 stúlkur á velli SUSI 2 72-97
Kl. 15.45 U18 drengir á velli SUSI 1 75-77

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.

Mynd: Karfan.is