2 júl. 2018

Á lokadegi norðurlandamótsins kom sigur í hús hjá U16 ára stelpunum. Spiluð þær flottan leik og leiddu stóran hluta af leiknum með yfir 10 stigum. Ísland landaði þriggja stiga sigri eftir hörku lokamínútur.

U16 ára strákarnir unnu sinn leik og enduðu í öðru sæti mótsins og fengu fyrir vikið silfurverðlaun.

Strákarnir í U18 léku hörkuleik en náðu ekki að landa sigri.

Lokaleikur mótsins var hjá U18 stúlkum og lentu þær í ógöngum í fyrri hálfleik. Noregur var 15 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. En með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta náðu þær að snúa leiknum sér í vil og vinna.

Kl. 10.45(07.45 ísl. tíma) U18 drengir 94-83.
Kl. 11.00(08.00 isl. tíma) U16 stúlkur 49-52.
Kl. 13.00(10.00 ísl. tíma) U16 drengir 56-87.
Kl. 13.15(10.15 ísl. tíma) U18 stúlkur 53-62.

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði á basket.fi/nc2018.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.