6 júl. 2018Á morgun, laugardag 7. júlí mun U20 kvennlandsliðið Íslands hefja leik á EM í B-deild sem haldin er í Ordadea í Rúmeníu.
U20 kvennaliðið er fyrsta yngra landsliðið af sex sem hefur keppni á þessu sumri á EM en í kjölfarið á næstu dögum og vikum fara á EM U20 karlar, U18 stúlkur og drengir og U16 stúlkur og drengir.

U20 kvennaliðið er í riðli með:
Tyrklandi, Hvíta-Rússlandi, Danmörk, Tékklandi og Búlgaríu.
Í hinum riðli B-deildarinnar eru: Bretland, Grikkland, Ísrael, Rúmenía, Litháen og Úkraína.

Fyrsti leikurinn verður á laugardag kl. 14:15 að íslenskum tíma þegar stelpurnar okkar mæta Búlgaríu.
Allar upplýsingar um mótið stelpunum má sjá hér og leikjaplan stelpnanna má sjá hér.

Allir leikir A og B deilda EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á youtube rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Einnig verða fréttir af hópnum á fésbókarsíðu KKÍ regulega og öðrum miðlum KKÍ.

Hópurinn er svona skipaður:
Anna Lóa Óskarsdóttir, Haukar
Anna Soffía Lárusdóttir, Snæfell
Björk Gunnarsdóttir, Njarðvík
Bríet Lilja Sigurðardóttir, Skallagrímur
Dagbjört Dögg Karlsdóttir, Valur
Hulda Bergsteinsdóttir, Njarðvík
Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík
Kristín Rós Sigurðardóttir, Breiðablik
Magdalena Gísladóttir, Haukar
Ragnheiður Björk Einarsdóttir, Haukar
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík
Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Haukar

Finnur Jónsson, þjálfari
Hörður Unnsteinsson, aðstoðarþjálfari
Thelma Ragnarsdóttir, sjúkraþjálfari
Bjarki Rúnar Sigurðsson, styrktarþjálfari
Birna Lárusdóttir, fararstjóri