13 júl. 2018

Á morgun, laugardaginn 14.júlí mun U20 karlalandsliðið hefja leik í A-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Chemnitz í Þýskalandi.

Þetta er í annað sinn í sögunni sem Ísland er á meðal 16 bestu þjóða Evrópu í þessum aldursflokki og keppa því  í A-deild EM.  Það var í fyrsta sinn í fyrra 2017 sem Ísland átti lið í A-deild U20 karla, tókst liðinu þá að komast í 8-liða úrslit mótsins og hélst því uppi í A-deild.  

Mótið fer fram 14.-22. júlí.  Með Íslandi í riðli er Serbía, Svíþjóð og Ítalía.
Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti. 38 af 51 einni þjóð innan FIBA Europe senda lið til keppni í Evrópukeppni U20 karla.

Fyrsti leikurinn fer fram kl.18:00 að staðartíma eða 16:00 að íslenskum tíma þegar strákarnir okkar mæta Serbíu.

Allar upplýsingar um mótið hjá strákunum má sjá hér og leikjaplan þeirra má sjá hér.

Allir leikir A og B deilda EM yngri landsliða eru í beinni útsendingu á youtube rás FIBA og einnig er lifandi tölfræði frá öllum leikjum þannig að mjög auðveld er að fylgjast með leikjum ÍSLANDS á EM yngri liða. Einnig verða fréttir af hópnum á fésbókarsíðu KKÍ regulega og öðrum miðlum KKÍ. Myllumerkin #korfubolti og #FIBAU20EUROPE eru notuð á samfélagsmiðlum

Hópurinn er svona skipaður:

Adam Eiður Ásgeirsson                 Þór Þ.

Arnór Hermannsson                      KR

Árni Elmar Hrafnsson                    Breiðablik

Bjarni Guðmann Jónsson             Skallagrímur

Eyjólfur Þór Ásbergsson                Skallagrímur

Hákon Örn Hjálmarsson                ÍR

Ingvi Þór Guðmundsson               Grindavík

Jón Arnór Sverrisson                      Keflavík

Sigurkarl Róbert Jóhannesson       ÍR

Snjólfur Marel Stefánsson           Njarðvík

Sveinbjörn Jóhannesson              Breiðablik

Þórir G.Þorbjarnarson                   Nebraska



Israel Martin                                     Þjálfari

Baldur Þór Ragnarsson                  Aðsoðarþjálfari

Stefán Magni Árnason                   Sjúkraþjálfari

Sigmundur Már Herbertsson          FIBA dómari

Erlingur Hannesson                        Fararstjóri