30 júl. 2018

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga. Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu tónlistarfólki eins og Jóa Pé og Króla, hljómsveitinni Between Mountains, Herra Hnetusmjöri og Jóni Jónssyni og mörgum fleirum.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um mótið hér.