31 júl. 2018

Íslensku drengirnir hafa farið illa af stað á Evrópumótinu í Skopje og tapað fyrstu þremur leikjum sínum gegn Makedóníu, Tékklandi og Hollandi. Í kvöld kl 19 á íslenskum tíma mætir Ísland liði Lúxemborg sem hefur 1 sigurleik á bakinu, rétt eins og heimaliðið. Tapi Ísland í kvöld er ljóst að liðið leikur um sæti 17-24 á mótinu en með 6+ stiga sigri nær liðið að hafa betur í innbyrgðis viðureignum við heimamenn og Lúxemborg, fari svo að öll liðin endi jöfn að sigum.

Staðan í mótinu: 

Lið Leikir Sigrar Töp
Tékkland 3 3 0
Ísrael 3 2 1
Holland 3 2 1
Lúxemborg 3 1 2
Makedónía 3 1 2
Ísland 3 0 3