7 ágú. 2018
Kæra körfboltafjölskylda,

Halldór Geir Jensson körfuknattleiksdómari til margra ára og fjölskylda hans urðu fyrir miklu áfalli 1.júní síðastliðin þegar tveggja ára dóttir þeirra Kristín greindist með afar sjaldgæft krabbamein í höfði.  Staðan er því mjög erfið og framundan er löng og ströng barátta. Halldór Geir og kona hans eiga 3 ung börn og Kristín er yngsta barn þeirra. Ofan á svona áföll bætast oft við miklar fjárhagsáhyggjur vegna vinnutaps og ýmissa annara þátta. 
KKÍ hvetur alla í körfuknattleiksfjölskyldunni til að taka þátt í söfnun sem sett hefur verið af stað af aðilum innan körfuknattleiksfjölskyldunnar til styrktar Kristínar sem er dóttir Halldórs Geirs Jenssonar, körfuknattleiksdómara, en hún glímir við erfið veikindi um þessar mundir sem komu í ljós í júní. Margt smátt gerir eitt stórt og þeir sem eru aflögufærir eru hvattir til að taka þátt.

Upphæðin sjálf er aukaatriði en aðalmálið er að sýna fjölskyldunni samhug á þessum erfiða tíma eins og körfboltafjölskyldan hefur áður gert.

Stefnt er að því að fhenda fjölskyldunni upphæðina sem safnast um miðjan ágúst en öll framlög eru nafnlaus og það mun ekki koma fram upphæð hvers og eins heldur fylgir upphæðinni sem safnast listi með nöfnum þeirra sem tóku þátt. Slíkt sýnir fjölskyldunni fyrst og fremst að við erum að hugsa hlýlega til þeirra á þessum erfiða tíma. 

Söfnun líkur þann 10. ágúst.

Reikningsnúmer: 142-05-005514                                                                                                        
Kennitala: 250870-4349

#korfubolti