4 des. 2018

Körfuknattleikssamband Íslands auglýsir eftir umsóknum á þjálfaranámskeið FIBA Europe, FIBA Europe Coaching Certificate (FECC).

Um er að ræða evrópskt þjálfaranám sem spannar þrjú sumur, árin 2019, 2020 og 2021.

Umsækjandi þarf að skuldbinda sig í þrjú ár sem þátttakandi í þessu námi.

KKÍ á eitt öruggt pláss á námskeiðinu en möguleiki á öðru er fyrir hendi en það kemur í ljós þegar allar þjóðir hafa sent umsóknir sínar inn.

Þátttakendur bera kostnað við flug og uppihald en námskeiðið sjálft er gjaldfrjálst. KKÍ veitir styrk að upphæð 50.000 kr. fyrir hvert ár.

Áhugasamir senda inn umsókn með ferilsskrá til KKÍ á netfangið kki@kki.is
Umsóknarfrestur er til og með 18. desember næstkomandi.

Fimm íslenskir þjálfarar hafa klárað FECC þjálfarnámið:

Einar Árni Jóhannsson 2011.
Lárus Jónsson 2013.
Hjalti Þór Vilhjálmsson 2013.
Ágúst S. Björgvinsson 2015.
Ingi Þór Steinþórsson 2015.
Hallgrímur Brynjólfsson 2018.

Sævaldur Bjarnason og Margrét Sturlaugsdóttir klára sitt nám sumarið 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Inga Viggósdóttir á skrifstofu KKÍ.