22 mar. 2019Framundan eru úrslitakeppnir í 1. deildum karla og kvenna um laus sæti í Domino's deildunum á næsta tímabili.

1. deild karla:

Á dögunum tryggði Þór Akureyri sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild karla og þar með sæti að ári í Domino's deildinni.
Næstu fjögur lið í deildinni, í sætum 2-5 leika nú um hitt lausa sætið í efstu deild á næsta tímabili. Í undanúrslitunum mætast Fjölnir og Vestri og Hamar og Höttur. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara í úrslitarimmuna. Í gær fór fram fyrsti leikur Hamars og Hattar í Hveragerði og höfðu heimamenn sigur 101:95. Í kvöld mætast svo Fjölnir og Vestri.

Leikjaplan undanúrslitanna:

Viðureign 1:
Leikur 1 – 21. mars - Hamar-Höttur kl. 19:15
Leikur 2 – 24. mars - Höttur-Hamar kl. 19:15
Leikur 3 – 27. mars - Hamar-Höttur kl. 19.15
Leikur 4 – 30. mars - Höttur-Hamar kl. 19:15 EF ÞARF
Leikur 5 – 2. apríl - Hamar-Höttur kl. 19:15 EF ÞARF
 
Viðureign 2:
Leikur 1 – 22. mars – Fjölnir-Vestri kl. 18:00
Leikur 2 – 25. mars – Vestri-Fjölnir kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars – Fjölnir-Vestri kl. 18:00
Leikur 4 – 31. mars – Vestri-Fjölnir kl. 19:15 EF ÞARF
Leikur 5 –   2. apríl – Fjölnir-Vestri kl. 19:15 EF ÞARF


1. deild kvenna:
Í kvöld hefjast úrslit í 1. deild kvenna með leik Grindavíkur og Þórs Akureyri í Grindavík. Á morgun eigast svo við í sínum fyrsta leik Fjölnir og Njarðvík. Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki mætast svo í lokaúrslitum 1. deildar kvenna og leika um sæti í efstu deild að ári.

Leikjaplan undanúrslitanna:

Viðureign 1:
Leikur 1 – 22. mars – Grindavík-Þór Ak. kl. 19:15
Leikur 2 – 25. mars – Þór Ak.-Grindavík kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars – Grindavík-Þór Ak. kl. 19:15
Leikur 4 – 31. mars – Þór Ak.-Grindavík kl. 19:00 · (ef þarf)
Leikur 5 –   3. apríl – Grindavík-Þór Ak. kl. 19:15 · (ef þarf)
 
Viðureign 2:
Leikur 1 – 23. mars – Fjölnir-Njarðvík kl. 19:00
Leikur 2 – 26. mars – Njarðvík-Fjölnir kl. 19:15
Leikur 3 – 28. mars – Fjölnir-Njarðvík kl. 20:15
Leikur 4 – 31. mars – Njarðvík-Fjölnir kl. 19:15 · (ef þarf)
Leikur 5 –   3. apríl – Fjölnir-Njarðvík kl. 19:15 · (ef þarf)



#korfubolti