10 apr. 2019Í kvöld er komið að þriðja leik Fjölnis og Grindavíkur í lokaúrslitum 1. deildar kvenna. Staðan í einvígi liðanna eftir tvo leiki er 2-0 fyrir Grindavík. Fjölnir þarf því að vinna næstu þrjá leiki en sigri Grindavík einn leik til viðbótar fara þær upp um deild og leika í Domino's deildinni að ári.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og fer fram á heimavelli Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi.

Lifandi tölfræði á kki.is.

#korfubolti