11 apr. 2019

Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir eftirfarandi mál.

Agamál nr. 47/2018-2019
Hinn kærði, Brynjar Berg Tumason, skal sæta fimm leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Vestra gegn Njarðvík í Íslandsmóti drengjaflokks, 2. deild, sem leikinn var þann 23. mars 2019. Lesa má allan dóminn hér.

Agamál nr. 50/2018-2019
Hið kærða lið, Grindavík, sætir áminningu og skal greiða sekt til Körfuknattleikssambands Íslands að fjárhæð kr. 50.000 vegna háttsemi áhorfanda liðsins í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í átta - liða úrslitum Íslandsmóts meistaraflokks karla sem leikinn var þann 29. mars 2019. Lesa má allan dóminn hér.

Agamál nr. 51/2018-2019
Hið kærða lið, Njarðvík, sætir áminningu og skal greiða sekt til Körfuknattleikssambands Íslands að fjárhæð kr. 50.000 vegna háttsemi áhorfanda liðsins í leik Njarðvíkur og ÍR í átta - liða úrslitum Íslandsmóts meistaraflokks karla sem leikinn var þann 1. apríl 2019. Lesa má allan dóminn hér.

Agamál nr. 53/2018-2019
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sigurkarl Jóhannesson, leikmaður ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Stjörnunnar í átta-liða úrslitum Íslandsmóts mfl. kk. sem leikinn var 8. apríl 2019.