12 apr. 2019Komið er að þriðja leik Stjörnunnar og ÍR í undanúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Ásgarði kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sendir beint út frá leiknum.

Staðan í einvígi liðanna er 1-1 og sjá má stöðuna, dagskrá einvígja í undanúrslitunum hérna á úrslitakeppnissíðu Domino's deildar karla.


🏆 Undanúrslit
🍕 Domino's deild karla
3️⃣ Leikur 3
🗓 Fös. 12. apríl
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is
🎪 Mathús Garðabæjar höllin
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport
⏰ 19:15

🏀 STJARNAN (1) - ÍR (1)

#korfubolti #dominosdeildin