12 apr. 2019Martin Hermannsson og liðsfélagar í Alba Berlin leika annan leik sinn gegn spænska liðinu Valencia í kvöld kl. 18:00 að íslenskum tíma. Staðan í lokaúrslitum keppinnar er 1-0 fyrr Valencia en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður EuroCup-meistari 2019. 

Nái Alba Berlin að sigra í kvöld verður leikið til úrslita í hreinum úrslitaleik í Valencia á mánudaginn.

Leikurinn í kvöld fer fram á heimavelli Alba í Mercedes Benz-Arena, sem er sama höll og landsliðið lék í á EuroBasket 2015. 
Lifand tölfræði er að finna á heimasíðu keppninnar og þeir sem hafa aðgang að Eurosport-rásinni geta horft á leikinn beint.

#korfubolti