14 apr. 2019Í kvöld er boðið upp á frábært körfuboltakvöld þegar tveir leikir fara fram í undanúrslitum kvenna. Báðir leikir kvöldsins verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Fyrri leikur kvöldsins er 4. leikur KR og Vals í DHL-höllinni kl. 18:00 og svo á eftir honum tekur við 4. leikur Stjörnunnar og Keflavíkur í Garðabænum kl. 20:00.

Þau lið sem fyrr vinna þrjá leiki fara í lokaúrslitin en Valur og Stjarnan leiða sín einvígi 2-1.

🍕 Domino's deild kvenna í kvöld
🏆 Undanúrslit · Leikir 4
🗓 Sun. 14. apríl
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is

⏰ 18:00
🏀 KR-VALUR
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

⏰ 20:00
🏀 STJARNAN-KEFLAVÍK
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

#korfubolti #dominosdeildin