16 apr. 2019KKÍ kynnir með stolti frábært þjálfaranámskeið í þjálfaramenntun KKÍ, hluta 3.b, sem fram fer í ágúst hér á landi þegar tvö risanöfn í þjálfaraheiminum mæta til landsins og miðla þekkingu sinni til íslenskra þjálfara. 

Þetta eru þeir Ettore Messina, aðstoðarþjálfari NBA-liðsins San Antonio Spurs og fyrrverandi landsliðsþjálfara Ítalíu sem verður annar aðalfyrirlesari námskeiðisins ásamt hinum litríka Stan Van Gundy, fyrrum aðalþjálfara Detroit Pistons og síðar yfirmanni körfuboltamála hjá félaginu. Hann er einnig fyrrum aðalþjálfara Miami Heat og Orlando Magic, en hjá Magic fór hann með liðið í úrslit NBA-deildarinnar árið 2009.

Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um þvílíkan hvalreka íslenskir þjálfarar fá í ágúst þegar þeim býðst að læra af þessum frábæru þjálfurum hér á landi á þjálfaranámskeiði hjá KKÍ.

Skráning á námskeiðið er hafið nú þegar hérna og er sérstakt forskráningartilboð í gangi

Þjálfaraferill Ettore Messina:
1989–1993 · Virtus Bologna, Ítalía
1993–1997 · Ítalska landsliðið
1997–2002 · Virtus Bologna, Ítalía
2002–2005 · Benetton Treviso, Ítalía
2005–2009 · CSKA Moscow, Rússland
2009–2011 · Real Madrid, Spánn
2011–2012 · Los Angeles Lakers (ráðgjafi)
2012–2014 · CSKA Moscow, Rússland
2014– í dag · San Antonio Spurs (Aðstoðarþjálfari)
2015–2017 · Ítalska landsliðið

Þjálfaraferill Stan Van Gundy:
1981–1983 · Vermont (aðstoðarþjálfari)
1983–1986 · Castleton
1986–1987 · Canisius (aðstoðarþjálfari)
1987–1988 · Fordham (aðstoðarþjálfari)
1988–1992 · UMass Lowell
1992–1994 · Wisconsin (aðstoðarþjálfari)
1994–1995 · Wisconsin
1995–2003 · Miami Heat (aðstoðarþjálfari)
2003–2005 · Miami Heat
2007–2012 · Orlando Magic
2014–2018 ·  Detroit Pistons

#korfubolti