18 apr. 2019Í kvöld ræðst það hvaða lið leikur til úrslita í Domino's deild karla í ár þegar Stjarnan og ÍR mætast í hreinum úrslitaleik um sigurinn í undanúrslitarimmu sinni. Staðan í einvígi liðanna er 2-2 og því allt undir í kvöld.

Það lið sem sigrar fer í lokaúrslitin og mætir þar KR sem tryggðu sér sigur í sinni seríu á mánudaginn gegn Þór Þorlákshöfn.
Vinna þarf þrjá leiki þar til að hampa íslandsmeistaratitlinum í ár.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15 og Stöð 2 Sport sýnir beint frá Mathús Garðabæjar höllinni.
 
🍕 Domino's deild karla í kvöld
🏆 Undanúrslit · Oddaleikur
🗓 Fim. 18. apríl
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is

⏰ 19:15
🏀 STJARNAN-ÍR
📺 Sýndur beint á Stöð 2 Sport

#korfubolti #dominosdeildin