3 maí 2019

Framundan er oddaleikur KR og ÍR í úrslitum Domino’s deildar karla á morgun laugardaginn 4. maí. og má búast við að uppselt verði á leikinn annað kvöld sem hefst kl. 20:00.

Líkt og reglugerð um aðgöngukort KKÍ auglýsir KR miðaafhendingu til korthafa í DHL-höllinni milli kl. 13.00-14:00 en eftir það þarf að kaupa sér miða á leikinn á meðan miðar eru í boði og ekki er uppselt á leikinn.

Í reglugerðinni um aðgönguskírteini segir:
„Þegar um bikarúrslit, lokaleiki í úrslitakeppnum og landsleiki er að ræða getur KKÍ krafist þess að rétthafar skírteina sæki aðgöngumiða gegn framvísun skírteinis á fyrirfram auglýstum tíma og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf á leikstað. Slíkt fyrirkomulag skal auglýst á heimasíðu KKÍ sem og í tölvupósti til félaga KKÍ. Félög sem leika í úrslitakeppnum geta einnig í samráði við KKÍ fengið leyfi til að krefjast þess sama, það er að handhafar aðgönguskírteina, nálgist miða á fyrirfram auglýstum tíma og gilda þá ekki aðgönguskírteinin sjálf á leikstað. Þetta fyrirkomulag þarf að auglýsa vel og tímanlega af félaginu sem og KKÍ að auki á sínum miðlum.“

#korfubolti #dominosdeildin