14 maí 2019Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í stúlknaflokki Origo-höllinni á fyrri úrslitahelgi yngri flokka 2019. 

Það var lið Keflavíkur sem stóð uppi sem Íslandsmeistari 2019.

Keflavík sigraði Val/Stjörnuna í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Grindavík. Í úrslitaleiknum vann Keflavík lið KR en lokatölur leiksins urðu 75:64.

Þjálfari liðsins er Hörður Axel Vilhjálmsson.

Anna Ingunn Svansdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins en hún var með 30 stig, 5 stolna bolta og hitti úr 4 af 9 þriggja stiga skotum sínum.

KKÍ óskar Keflavík til hamingju með titilinn!

#korfubolti