17 maí 2019

Fyrri úrslitahelgi yngri flokka hefst í dag með undanúrslitaleikjum stúlknaflokks. Um helgina er leikið í Grindavík í umsjón heimamanna.

Undanúrslit fara fram á föstudagskvöldið í unglingaflokki og á laugardaginn eru undanúrslit í 10. flokki stúlkna og 10. flokki drengja. Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudag.

Lifandi tölfræði er frá öllum leikjum hér á kki.is.

Beinar útsendingar frá úrslitaleikjunum:
Úrslitaleikirnir á sunnudag verða í beinni útsendingu á sunnudag á SportTV. Verða leikirnir aðgengilegir á SportTV 2 í sjónvarpinu og á heimasíðu þeirra www.sporttv.is.


Úrslit yngri flokka · Seinni helgi · Mustad-höllin, Grindavík

Föstudagur 19. maí · Undanúrslit
18:00 · Unglingaflokkur: Njarðvík-Fjölnir
20:00 · Unglingaflokkur: KR-Breiðablik

Laugardagur 18. maí · Undanúrslit
10:00 · 10. flokkur drengja: Fjölnir-Breiðablik
11:45 · 10. flokkur drengja: Stjarnan-Hrunamenn/Þór Þorlákshöfn
13:30 · 10. flokkur stúlkna: Njarðvík-Keflavík
15:15 · 10. flokkur stúlkna: Grindavík-Tindastóll/Þór Akureyri

Sunnudagur 19. maí · Úrslitaleikir
10:00 · 10. flokkur drengja
12:00 · 10. flokkur stúlkna
14:00 · Unglingaflokkur karla

#korfubolti