23 maí 2019

Árlegt þing FIBA Europe stendur nú yfir í München í Þýskalandi. Þingið í ár er kosningaþing en á fjögurra fresti er kosið í helstu embætti hjá sambandinu.

Þrír einstaklingar bjóða sig fram til forseta en það er sitjandi forseti Turgay Demirel frá Tyrklandi, Cyriel Coomans fra Belgíu, sem er einn af þrem varaforsetum sambandsins, og Dejan Tomasevic frá Serbíu sem er framkvæmdarstjóri körfuknattleikssambands Serbíu.

Kosið er í 21 sæti i stjórn sambandsins en það eru 38 einstaklingar í kjöri. Hver aðildarþjóð FIBA Europe má tilnefna einn einstakling í stjórnina.

Hannes S. Jónsson formaður KKI hefur verið í stjórninni á því kjörtímabili sem nú er að ljúka og er hann aftur  í framboði. 

Hannes og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varaformaður KKÍ eru fulltrúar Íslands á þinginu en því lýkur á laugardag með kosningum.

#korfubolti