27 maí 2019

Á morgun þriðjudag er komið að fyrsta leikdegi liðanna okkar á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. 

Kvennalandsliðið mætir landsliði Möltu í fyrsta leik kl. 11:00 að staðartíma (09:00 heima á Íslandi). Strákarnir okkar eiga svo leik kl. 13:15 að staðartíma gegn Lúxemborg (11:15 að íslenskum tíma). Lifandi tölfræði á að vera frá leikjunum á heimasíðu leikann 
montenegro2019.me

Liðin léku síðast gegn hvort öðru fyrir tveim árum. Þá hafði Malta betur gegn Íslandi í opnunarleik mótsins en strákarnir lögðu lið Lúxemborgar. Malta sigraði síðast í keppni kvenna og Kýpur í keppni karla en okkar lið eru staðráðin í að breyta því í ár.

Fréttir af leiknum og myndir detta svo inn á facebook-síðu KKÍ og Instagram á morgun á meðan leikjunum stendur.

#korfubolti