30 maí 2019Í dag er komið að þriðja leikdegi á Smáþjóðaleikunum 2019 sem fram fara í Svartfjallalandi.

Fyrst leika stelpurnar kl. 11:15 að íslenskum tíma gegn Lúxemborg og svo strákarnir kl. 18:00 að íslenskum tíma gegn Svartfjallalandi. Því miður er ekki lifandi tölfræði en hún er tekin á leikvellinum fyrir liðin og setjum við inn hálfleikstölur og lokatölur á facebook-síðu KKÍ jafn óðum og hægt er. 

#korfubolti