31 maí 2019

Radovan Trifunović– var aðalkennarinn á námskeiðinu en hann er aðalþjálfari Evrópumeistara Slóveníu. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á EuroBasket 2017. Þar lék Slóvenía meðal annars gegn Íslandi í riðlakeppninni í Finnlandi og enduðu svo á að standa uppi sem Evrópumeistarar eftir úrslitakeppnina í Tyrklandi. Eftir mótið tók hann við sem aðalþjálfari og hefur gott orð á sér sem góður fyrirlesari. Einnig voru Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Ragnarsson landsliðsþjálfarar með fyrirlestra á námskeiðinu.

Námskeiðið er liður í þjálfaranámi KKÍ sem Ágúst Björgvinsson heldur utanum fyrir sambandið. Námið hefur verið vel sótt af þjálfurum og engin undantekning var á þátttöku á námskeiðinu en yfir 50 þjálfarar mættu um helgina. Mikil ánægja var meðal þátttakenda með námskeiðið sem var haldið samhliða landsliðsæfingum KKÍ þar sem þjálfurum gafst færi á að kíkja á æfingar hjá öllum landsliðum okkar frá U15 til A-landsliðanna. Einnig fóru fram mælingar á vegum HR á leikmönnum landsliða.