27 jún. 2019EuroBasket kvenna (EM) hefst í dag en mótið er haldið í Lettlandi og í Serbíu. Það eru 16 þjóðir sem taka þátt í lokamótinu í ár.

Svíþjóð er eina þjóðin af Norðurlöndnum sem komst á EuroBasket en þær mæta Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum í dag. Svartfjallaland var með okkur riðlakeppninni og vann okkar riðil síðastliðin vetur og svo mættum við þeirra liði einnig á Smáþjóðaleikunum nú í lok maí.

Allar upplýsingar og fréttir á heimasíðu mótsins www.fiba.basketball/womenseurobasket/2019 og einnig á samfélagsmiðlum FIBA.
 
Löndin sem taka þátt og riðlarnir:

A-riðill
Úkranía, Lettland, Bretland, Spánn
 
B-riðill
Svíþjóð, Frakkland, Tékkland, Svartfjallaland
 
C-riðill
Ungverjaland, Tyrkland, Slóvenía, Ítalía
 
D-riðill
Hvíta-Rússland, Belgía, Serbía, Rússland

#korfubolti