NM 2019: Samantekt lokadagsins - Tvö brons til Íslands

NM 2019: Samantekt lokadagsins - Tvö brons til Íslands


1 júl. 2019

Lokadagurinn á Norðurlandamóti yngri landsliða 2019 er að kveldi kominn og öll lið hafa lokið keppni. U16 drengja vann góðan sigur í dag þar sem liðið stal bronsinu af heimamönnum á ótrúlegan hátt. Það var eini sigur dagsins en Finnsku liðin eru líkt og áður gríðarlega sterk. U18 drengja vann einnig bronsið í dag en liðið vann þrjá sigra. Fimmta sætið varð niðurstaðan hjá U16 stúlkna en mikill stígandi var í frammistöðu þeirra á mótinu. Tveir sigrar dugðu U18 stúlkna í fjórða sæti mótsins en liðið heldur beint á evrópumót á morgun.

Niðurstaða dagsins einn sigur gegn Finnlandi. Afrakstur vikunnar er samt sem áður tvö brons sem verður að teljast flott árangur.

Myndasöfn úr öllum leikjum dagsins má finna hér

Líkt og hefð hefur skapast fyrir fór fram kvöldvaka á lokakvöldinu þar sem liðin kepptust á að sýna besta skemmtiatriðið. Myndbönd frá kvöldvökunni má finna á síðu Körfunnar hér. Einnig kvöddu þeir leikmenn sem léku á lokaári sínu á U18 með söng sem má finna hér.

Leikir dagsins fóru eftirfarandi:

U16 stúlkna: Ísland 47-52 Finnland

U16 drengja: Ísland 85-66 Finnland

U18 stúlkna: Ísland 48-76 Finnland

U18 drengja: Ísland 53-79 Finnland

Hægt er að nálgast lifandi tölfræði allra leikja á basket.fi/nc2019.

Hægt er að nálgast beina útsendingu á Youtube.

Mynd: Karfan.is

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira