3 júl. 2019

Nú er ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitunum á EuroBasket kvenna og verða þau spiluð á morgun fimmtudag. Svíar og Bretar hafa verið þau lið sem hafa komið hvað mest á óvart af þessum liðum sem eru meðal átta bestu liðana en þetta er í fyrsta sinn sem Bretar komast á lokamót EuroBasket og hafa eins og áður segir tryggt sig inn í 8-liða úrslitin.

Sannkallaðir stórleikir fara fram á morgun en Spánn og Rússland sem mætast sem og Frakkland og Belgía hafa átt góðu gengi að fagna á undanförnu í lokamótum kvennakörfunnar. 
Sömu sögu er að segja af liði Serbíu en gaman verður að sjá hvernig Svíum vegnar gegn þeim.

Liðin sem mætast í 8-liða úrslitunum:
Ungverjaland-Bretland 
Spánn-Rússland
Frakkland-Belgía
Serbía-Svíþjóð

Hægt er að fylgjast með mótinu og lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins:
fiba.basketball/womenseurobasket/2019

#EuroBasketWomen #korfuboltiHægt er að fylgjast með mótinu og lifandi tölfræði á heimasíðu mótsins:

#EuroBasketWomen #korfubolti