22 júl. 2019Rétt í þessu var dregið í riðla fyrir EuroBasket 2021 riðlakeppnir karla og kvenna en drátturinn fór fram í Munich í Þýskalandi.

Keppni kvenna:
ÍSLAND hafnaði í A-riðli undankeppninnar en í réttri röð styrkleikaflokka er röðin svona:
Slóvenía (1), Grikkland (2), Ísland (3) og Búlgaría (4).

35 lið eru skráð til leiks en lokamót EuroBasket kvenna fer fram í Frakklandi og á Spáni sem munu halda lokamótið sumarið 2021. Hin 33 liðin voru dregin í riðla og þar var Ísland í 3. styrkleikaflokki af fjórum. 

Alls eru 9 riðlar en af þeim eru fjórir með 4 liðum og 3 með þremur liðum. Sigurvegarar riðlanna fara beint áfram auk 5 bestu liðin í öðru sæti sinna riðla. Það eru 14 lið og við bætast Spánn og Frakkland, eða alls 16 sem taka þátt í lokamótinu.

Leikið verður heima og að heiman frá og með nóvember 2019.


Keppni Karla:
Karlaliðið á eftir að tryggja sér öruggt sæti í riðlakeppninni sjálfri en Ísland leikur í forkeppnninni að undankeppninni í H-riðli í ágúst gegn Sviss og Portúgal. Það lið sem sigrar riðilinn í ágúst fer í undankeppnina næsta vetur en dregið var í riðlana að fullu í dag. 

Ef að ÍSLAND tryggir sér sæti í undankeppni EM þá leikur liðið í E-riðli sem er þannig skipaður:
Serbía, Finnland, Georgía og ÍSLAND.

Leikið verður í undankeppni karla frá og með febrúar 2020.

Lokamót karla, EuroBasket 2021, verður leikið í fjórum borgum, Prague í Tékklandi, Tbilisi í Georgíu, í Milan á Ítalíu og í Cologne í Þýskalandi auk þess sem úrslitin sjálf fara fram í Berlín.

#korfubolti