10 ágú. 2019

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo heimaleiki í ágúst í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 en þá mæta strákarnir okkar liði Sviss og Portúgal í Laugardalshöllinni. Í dag laugardag 10. ágúst mæta strákarnir okkar liði Sviss kl. 13:00.

Sviss lagði Portúgal í fyrsta leik sínum og Ísland tapaði með einu stigi fyrir Portúgal ytra á miðvikudaginn. Því er mikilvægur leikur á morgun til að jafna riðilinn hjá okkar strákum.

Leikurinn verður í beinni á RÚV2 en KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs í heimaleikjunum tveim en það hefur margt oft sýnt sig að góður stuðningur gerir gæfumuninn!

Í dag er l
eiktíminn er um margt óvenjulegur vegna tónleikanna og mikils mannfjölda í Laugardalnum og því er fólki bent á að gera viðeigandi ráðstafanir.

Þar sem ekki er hægt að leggja bifreiðum í Laugardalnum á fyrrgreindum tíma vill KKÍ beina því til stuðningsmanna að leggja bifreiðum sínum löglega á opnum bílastæðum og þeir eru jafnframt hvattir til þess að kynna sér vel yfirlitsmynd um lokanir þessa helgina inn á slóðinni: https://senalive.is/vidburdir/ed/map/.

Þessi lokaumferð forkeppninnar er mjög mikilvæg fyrir framhaldið hjá íslenska landsliðinu en liðið þarf að enda í efsta sæti síns riðils að loknum fjórum leikjum gegn Sviss og Portúgal til að tryggja sér sæti í undankeppni EM 2021 en eingöngu efsta liðið í riðlinum fer áfram í riðlakeppnina næsta vetur. 

Miðasala á leikina er á tix.is hérna.

ÁFRAM ÍSLAND!

#korfubolti