19 ágú. 2019

FIBA gaf út á dögunum lista yfir alþjóðadómara og eftirlitsmenn fyrir tímabilið 2019 til 2021 og eru tveir nýir fulltrúar KKÍ á listanum en það eru þeir Ísak Ernir Kristinsson sem er dómari og Jón Bender sem eftirlitsmaður (commissioner).

Dómaranefndir körfuknattleikssambanda innan FIBA tilnefna dómara og eftirlitsmenn á listann sem FIBA fer svo yfir og samþykkir eða hafnar. Báðar tillögur KKÍ til FIBA voru samþykktar.

 

Á dómaralista KKÍ hjá FIBA eru áfram þeir Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Tómas Tómasson og Jóhannes Páll Friðriksson og Rúnar Birgir Gíslason er áfram eftirlitsmaður. Kristinn Óskarsson er áfram alþjóðlegur dómaraleiðbeinandi.

 

Fyrirkomulagið er þannig að annað hvert ár fá aðildarþjóðir FIBA pláss fyrir ákveðinn fjölda dómara og eftirlitsmanna út frá árangri landsliða og félagsliða í alþjóðlegum keppnum. 

KKÍ óskar nýliðunum tveimur sérstaklega til hamingju með alþjóðlegu vottunina og sjálfsögðu einnig þeim voru á listanum áður.

#korfubolti