23 ágú. 2019

Um helgina hafa um 750 ungir leikmenn drengja og stúlkna verið boðuð til æfinga í Úrvalsbúðum KKÍ en síðustu sumur hefur KKÍ staðið fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshóp ungmenna. Þangað hafa leikmenn verið boðaðir af þjálfurum sínum úr hverju félagi og fengið boðsbréf sent heim.

Úrvalshópurinn er undanfari yngri landsliða Ísland þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt vel völdum gestaþjálfurum fara yfir ýmis tækniatriði og stjórna stöðvaæfingum þar sem meðal annars verða æfð skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar.

Úrvalsbúðirnar í ár sumarið 2019 eru fyrir ungmenni fædd 2006, 2007 og 2008.
Æfingabúðirnar verða haldnar yfir tvær helgar og er dagskráin sú sama á báðum æfingahelgunum. Um helgina er komið að síðari æfingahelginni í ár.

Yfirþjálfarar Úrvalsbúðana eru þau Ingi Þór Steinþórsson hjá drengjum og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá stúlkum.

Hægt er að lesa allt um búðirnar hérna á kki.is/urvalsbudir

Seinni helgi Úrvalsbúða 24.-25. ágúst 2019
Stúlkur: Dalhús, Grafarvogi
Drengir: DHL-höllin í Frostaskjóli, Vesturbæ

Æfingatímar verða eftirfarandi:
leikmenn f. 2008 kl. 09.00 – 11.00  Æfing laugardag og sunnudag 
leikmenn f. 2007 kl. 11.30 – 13.30  Æfing laugardag og sunnudag 
leikmenn f. 2006 kl. 13.30 - 14.30  Fyrirlestur á laugardeginum (ekki sunnudag)
+
leikmenn f. 2006 kl. 14.30 – 16.30  Æfing laugardag og sunnudag

#korfubolti