3 sep. 2019

Haustfjarnám1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. september nk. Námið, sem er fjarnám, er hluti af Menntakerfi KKÍ (almennur hluti) og eru allir þeir sem eiga eftir að sækja námið hvattir til þátttöku.

Námið er almennur hluti menntakerfisins og er nám beggja stiga kennt í fjarnámi. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. 

  • Þátttökugjald á 1. stig er 30.000 kr. (öll námskeiðsgögn innifalin)
  • Þátttökugjald á 2. stig er 28.000 kr. (öll námskeiðsgögn innifalin)

Rétt til þáttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi en til þátttöku á 2. stigi þurfa þátttakendur að hafa lokið 1. stigi, hafa gild skyndihjálparnámskeið og sex mánaða reynslu sem þjálfari.

Skráning á bæði stig er rafræn og er síðasti dagur skráningar föstudagurinn 20. september. Slóð á skráningu má finna með því að smella hér

Allar nánari upplýsingar um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 514-4000 & 863-1399 eða á vidar@isi.is.