5 sep. 2019

Helgina 9. - 11. ágúst sl. voru þeir Ettore Messina og Stan Van Gundy fyrirlesarar á KKÍ 3b. námskeiði sem er hluti af afreksþjálfun innan Menntakerfis KKÍ. Námskeiðið var mjög vel sótt og luku 48 þjálfarar við námskeiðið sem þótti takast afar vel. 

Árið 2015 tók KKÍ upp menntakerfi sitt sem er hluti af þjálfarmenntun ÍSÍ, þar sem KKÍ sér um sérgreinahluta námsins en almenni hluti þess er í höndum ÍSÍ. Frá því að menntakerfið var tekið upp hefur sambandið haldið 27 þjálfaranámskeið sem á þriðja hundrað þjálfara hafa sótt. Til þessa hafa 36 þjálfarar kennt á námskeiðunum, þar af 14 erlendir og má þar m.a. nefna Bob McKillop (þjálfari Davidson háskólans í USA), Svetislav Pesic (þjálfari Barcelona), Rado Trifunovic (landsliðsþjálfari Slóveníu) svo einhverjir séu nefndir. FIBA hefur aðstoðað KKÍ við að fá suma þeirra hingað til lands og er sambandið afar þakklátt fyrir þá aðstoð.

Alls luku 48 þjálfarar við námskeiðið og er þeim óskað til hamingju með áfangann.

Eftirfarandi luku við námskeiðið:
Andrea Björt Ólafsdóttir
Andri Þór Kristinsson
Árni Eggert Harðarson
Árni Þór Hilmarsson
Bára Fanney Hálfdanardóttir
Berry Timmermans
Bjarki Ármann Oddsson
Bylgja Sverrisdóttir
Christopher Caird
Daði Steinn Arnarsson
Daníel Guðni Guðmundsson
Davíð Ásgrímsson
Einar Árni Jóhannsson
Ellert Sigurður Magnússon
Emil Barja
Erna Rún Magnúsdóttir
Falur Jóhann Harðarson
Friðrik Þjálfi Stefánsson
Gísli Pálsson
Gunnlaugur Smárason
Hákon Hjartarson
Halldór Steingrímsson
Hallgrímur Brynjólfsson
Helena Sverrisdóttir
Hörður Unnsteinsson
Hraunar Karl Guðmundsson
Ingvar Þór Guðjónsson
Ísak Máni Wium
Jens Guðmundsson
Jóhann Árni Ólafsson
Jóhannes Kristbjörnsson
Jón Ingi Baldvinsson
Karl ÁGÚST Hannibalsson
Logi Gunnarsson
Margrét Ósk Einarsdóttir
Mate Dalmay
Nebojsa Knezevic
Oddur Jóhannsson
Ólöf Helga Pálsdóttir
Óskar Þór Þorsteinsson
Ragnar Ragnarsson
Sævaldur Bjarnason
Sigurður Gíslason
Stefán Þór Borgþórsson
Szymon Nabakowski
Viðar Örn Hafsteinsson
Þórarinn Friðriksson
Þorgrímur Guðni Björnsson