17 okt. 2019

Í leik KR-Vals í Domino's deild kvenna miðvikudaginn 16. október gerist það atvik að tveir leikmenn lenda saman og við það meiðist leikmaður KR. Í kjölfarið óskar leikmaður KR eftir því að fara inná völlinn þar sem hún er læknir til þess að hlúa að leikmanninum sem hafði meiðst. Eftir á að hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök af sinni hálfu að hleypa ekki leikmanninum inn á völlinn. Dómaranefnd er sammála dómaranum um að mistök hafið verið að ræða þegar að leikmanninum var synjað um að fara inn á völlinn.

Til fræðslu þá ber þess að geta að eingöngu liðslæknum er heimilt að fara inn á völlinn án heimildar dómara samkvæmt reglum, þjálfarar og leikmenn geta aldrei talist sem liðslæknar í þeim tilvikum.

Það er samt alltaf þannig að erfitt er að fara yfir einstaka mál sem gerast í leikjum á milli dómara og hlutaðeigandi einstaklinga og það á einnig við hér.  

Jón Bender
formaður dómaranefndar KKÍ