6 nóv. 2019FIBA hefur gefið út styrkleikalista þeirra 14 þjóða sem taka þátt í undankeppninni fyrir EuroBasket 2021. Tvö lið, Frakkland og Spánn, eru feikisterk, en þau verða gestgjafar og taka ekki þátt í undankeppninni. Ísland er í 26. sæti af þeim 33 þjóðum sem á listanum eru en hann byggir að hluta til á gengi liða sl. ár.

Listann í heild sinni má sá hérna

Mótherjar okkar í riðlinum eru eftirfarandi:
Slóvenía: Sitja í 2. sæti styrkleikalistans á eftir Rússlandi og eru feikisterkar.
Grikkland: Eru í 19. sæti listans og hafa verið öflugar á síðustu árum.
Búlgaría: Eru í 30. sæti styrkleikalistans en þær töpuðu öllum sex leikjum sínum í síðustu undankeppni.

Af norðurlandaþjóðunum situr Ísland í næst hæsta sæti á eftir Svíþjóð sem er í 6. sæti en þær léku frábærlega á EM í sumar. Finnar eru í 28. sæti og Danir eru í 31. sæti. Eistar eru svo í 29. sæti. Noregur tekur ekki þátt að þessu sinni með sitt kvennalið.

#korfubolti