5 des. 2019

Í kvöld hefjast 16-liða úrslit Geysisbikarsins með fjórum leikjum í keppni karla. Leikirnir fara fram í kvöld kl. 19:15 og 19:30. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. TindastóllTV sendir út leik Tindastóls og Álftanes á netinu.

Á morgun fara fram þrír leikir í keppni karla og verður einn þeirra í beinni á RÚV2, viðureign Grindavíkur og KR. Á sunnudaginn lýkur svo 16-liða úrslitum karla en þá fer fram síðasti leikur umferðarinar.  RÚV verður þá með beina útsendingar frá tvíhöfða þegar suðurnesjaliðin Njarðvík og Keflavík mætast bæði í keppni karla og kvenna.

Í bikarkeppni kvenna fara fram fjórir leikir í 16-liða úrslitunum og verða þrír þeirra á dagskránni á laugardaginn kemur 7. desember og svo eins og áður segir einn á sunnudeginum.

🚗 GEYSISBIKARINN Í KVÖLD 🚗

🏆 Geysibikarinn 2020
🆚 16-liða úrslit karla
🗓 Fim. 5. des.
➡️ 4 leikir í kvöld
🖥 LIFANDI tölfræði á kki.is


⏰ 19:15
🏀 VESTRI-FJÖLNIR
🏀 STJARNAN-REYNIR S.
🏀 TINDASTÓLL-ÁLFTANES (tindastolltv.com)

⏰ 19:30
🏀 VALUR-BREIÐABLIK

#geysisbikarinn #korfubolti