5 feb. 2020

Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

 

Úrskurður nr. 48/2019-2020.

Aga- og úrskurðarnefnd barst atvikaskýrsla vegna leiks Njarðvíkur og Stjörnunnar-b í drengjaflokki, sem leikinn var þann 27. janúar 2020, vegna tveggja tæknivilla sem veittar voru hinum kærða, Mikael Möller, leikmanni Njarðvíkur. Í atvikalýsingu kom aftur á móti fram að dómarar leiksins teldu að leikmanni hefði ranglega verið vísað úr húsi þar sem um leikbrot hefði verið að ræða í seinni tæknivillu. Með vísan til framangreinds, og sjónarmiða að baki ákvæðis 7. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarnefnd, verður hinum kærða ekki gerð agaviðurlög.

Úrskurður nr. 49/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Chris Caird, þjálfari Selfoss, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Álftaness og Selfoss í Íslandsmóti KKÍ, 1. deild karla sem leikinn var 29. janúar 2020.

Úrskurður nr. 47/2019-2020.

Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Naor Sharabani, leikmaður Vals, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Keflavíkur í Domino's deild karla, sem leikinn var 29. janúar 2020.