5 maí 2020

Nú er komin í gang þrautakeppni KKÍ nr. 3 en það er Íslandsmóti í dripl-dansi.

Keppni 3: Íslandsmót KKÍ í Dripl-dansi
KKÍ stendur fyrir Íslandsmóti í dripl-dansi.

Markmiðið er að ná dripla og gera boltahreyfingar í takt tveir eða fleiri saman.

Frjálst er að setja saman sína eigin rútínu eða notast við þessa hérna sem sýnd er í dæmunum hér fyrir neðan, en hún hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum undir merkinu #toosieslidechallenge

Lag: Drake - Toosie Slide

Dæmi:
https://www.instagram.com/p/B-7F1a3hUFO/
https://www.instagram.com/p/B-uBgUOoEuy/

Veitt verða aukaverðlaun fyrir uppfinningasemi og sköpunargleði.
Í fyrstu verðlaun eru titillinn Íslandsmeistari í Dripl-dansi KKÍ 2020, pizzaveislur frá Domino‘s og bolti frá Molten.


Hvernig tekur þú þátt í Þrautakeppni KKÍ · DRIPL-DANS

1: Taktu upp þinn dans á vídeó á síma
2: Deildu myndbandinu með okkur á Instagram*
3: Merktu með #dripldans og #korfubolti og merktu svo KKÍ í færsluna með @kkikarfa

*Athugið að hafa Instagram-reikninginn „opin“ svo hægt sé að sjá vídeóið.