3 jún. 2020

KKÍ hefur nú sent fyrstu drög að leikjaniðurröðun deildarbikars 2020 á forsvarsmenn þeirra félaga sem skráðu sig til leiks.

Deildarbikarnum er skipt í efri og neðri hluta, þar sem þau lið sem enduðu ofar í deildarkeppni vorið 2020 hefja leik í efri hluta, meðan þau lið sem koma úr neðri deildum hefja leik í neðri hluta.

 

Deildarbikar karla - efri hluti

16 efstu liðin úr deildarkeppni 2020 hefja leik í efri hluta deildarbikars karla. Leikinn er einn leikur á heimavelli þess liðs sem ofar er í röðuninni og sigurliðið heldur áfram keppni. Þau lið sem tapar í 16 liða úrslitum fer í deildarbikar neðri liða, svo öruggt er að öll lið fá minnst tvo leiki. Ávallt er leikið á heimavelli þess liðs sem er ofar í röðuninni, eða byrjað á heimavelli þess liðs sem er ofar ef leiknir eru tveir leikir í umferð.

 

Deildarbikar karla - neðri hluti

Í neðri hluta deildarbikars karla eru þau lið sem ekki hefja leik í 16 liða úrslitum efri hluta sem og þau lið sem tapa í 16 liða úrslitum efri hluta. Leikjum í neðri hluta verður raðað niður í lok ágúst þegar ljóst er hvaða lið detta út í 16 liða úrslitum efri hluta.

 

Deildarbikar kvenna - efri hluti

Í efri hluta deildarbikars kvenna eru þau lið sem verða í Domino's deild kvenna á komandi leiktíð. Í 8 liða úrslitum verður leikið heima og að heiman, en byrjað er á heimavelli þess liðs sem ofar er raðað.

 

Deildarbikar kvenna - neðri hluti

Í neðri hluta deildarbikars kvenna raðast þau lið sem skipa 1. deild kvenna á komandi leiktíð, að undanskildu liði Vestra sem skráði sig ekki til leiks í deildarbikar kvenna. Í 8 liða úrslitum verður leikið heima og að heiman, en byrjað er á heimavelli þess liðs sem ofar er raðað. Þar sem þrjú ný lið taka þátt í deildarbikar kvenna þurfti að draga um röðun Ármanns, Fjölnis b og Stjörnunnar. Stjarnan var dregin fyrst úr pottinum og raðast því sem lið 6, Ármann sem lið 7 og Fjölnir b sem lið 8.